Dagur gegn einelti
Föstudaginn, 8.nóvember var dagur gegn einelti og við í Grunnskóla Hornafjarðar létum auðvitað ekki okkar eftir liggja. Umhyggja og kærleikur voru höfð að leiðarljósi á þessum degi og útgangspunkturinn jákvæð og góð samskipti. Nemendur og starfsfólk tóku svo höndum saman, í orðsins fyllstu merkingu, og mynduðu hjarta út á íþróttavelli.