Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Í dag fór fram bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Nemendur í 7. bekk tóku þátt í henni eins og reglur gera ráð fyrir. Sextán keppendur komust áfram og munu þau keppa sín á milli í Nýheimum þann 25. febrúar. Þar mun fást úr því skorið hvaða nemendur grunnskólans taki þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hafnarkirkju þann 11. mars. Eftirfarandi keppendur munu keppa í Nýheimum: Elín Ása Hjálmarsdóttir, Guðmundur Reynir Friðriksson, Helga Kristey Ásgeirsdóttir, Kristbjörg Natalía Jakobsdóttir, Oskar Karol Jarosz, Róbert Þór Ævarssson, Sessilía Sól Kristinsdóttir, Sunna Lind Sævarsdóttir, Arna Lind Kristinsdóttir, Emir Mesetovic, Friðrik Björn Friðriksson, Isabella Tigist Felekesdóttir, Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir, Nína Ingibjörg Einarsdóttir, Reynir Snær Gunnarsson og Vignir Valur Ólafsson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í Nýheimum. Dómarar voru Stefán Sturla Sigurjónsson, Hlíf Gylfadóttir og Þórður Sævar Jónsson og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.