Tveggja vikna lestrarátak
Drekinn og drekaegginn
Krakkarnir í 1. - 5. bekk eru búin að vera í lestrarátaki síðustu tvær vikur. Lesturinn fór fram bæði í skólanum og heima. Eftir að hafa lesið í ákveðinn tíma, misjafnt eftir aldri, var lesturinn skráður á "drekaegg" sem var sett á vegg í mötuneytinu.
Krakkarnir lásu í samtals 31990 mínútur sem eru 533 klukkutímar eða rúmir 22 sólarhringar. Krakkarnir í 3. bekk stóðu sig langbest í lestrinum og las hvert barn að meðaltali í 414 mínútur.