Jólabuska sett á svið í Sindrabæ
Krakkarnir í 7. og 8. bekk sem eru í leiklistarvali buðu bekkjarfélögum sínum og 4.-6. bekk á sýningu á leikverkinu Jólabuskan en það er jólaleikrit í anda Öskubusku sem þau gerðu með Hafdísi leiklistarkennara, en stuðst var við þýðingu á ensku leikverki. Þetta var allra skemmtilegasta sýning með kunnum jólalögum sem áhorfendur voru duglegir að syngja með.
Takk fyrir góða skemmtun