Úrslitakeppni skólahreysti
Í kvöld fer fram úrslitakeppni Skólahreysti 2018 í Laugardalshöll. Lið Grunnskóla Hornafjarðar skipað þeim Angelu Rán Egilsdóttur, Hildi Margréti Björnsdóttur, Sigjóni Atla Ragnheiðarsyni og Styrmi Einarssyni verður í eldlínunni ásamt varamönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum. Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á RUV kl 20:00 í kvöld. Keppendur fóru til Reykjavíkur í gær en fjölmennt lið stuðningsmanna úr 9. og 10. bekkjum skólans fór með rútu í morgun og kemur til baka í nótt ásamt keppendunum.
Eftirtaldir aðilar styrkja ferð stuðningsmanna á úrslitakeppnina og eru þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn;