Haf og hagi í smiðju
Í morgun var skólastjóra boðið í smiðjuna Haf og hagi til að smakka Mango-kjúkling sem nemendur í 9. og 10. bekk höfðu eldað. Markmið smiðjunnar er að gefa nemendum tækifæri á að elda mat og læra í leiðinni á þau hráefni sem notuð eru í það og það sinn.
Dásamleg máltíð í einu orði sagt, kjúklingurinn safaríkur og bragðgóður og hrísgrjónin fullkomin. Þegar kemur að heimilisfræði og smakki þá er það ekki nóg að smakka einn rétt, heldur þarf að smakka 6 rétti því í smiðjunni eru 12 nemendur þar sem tveir og tveir sjá saman um eldamennskuna.
Auðvitað smakkaði skólastjóri á þeim öllum, það er ekki hægt að gera upp á milli en eitt get ég fullyrt og það er að allir sem einn í þessari smiðju eru framtíðar kokkar.
Takk fyrir mig, Patrekur, Jói, Friðrik, Birkir, Daníel, John, Senya, Rami, Charles og Ágústa og síðast en ekki síst Jónína.