6. bekkur setur Snorra Sturluson á svið
Á miðvikudaginn bauð 6. bekkur foreldrum á leiksýningu um Snorra Sturluson. Krakkarnir voru búnir að lesa saman sögulega skáldsögu eftir Þórarinn Eldjárn og gera ýmis verkefni um Snorra og enduðu á því að æfa og sýna leikritið. Í framhaldinu var svo haldinn kynningarfundur fyrir foreldra þar sem þeir gátu spurt spurninga og ekki síst fengu þeir tækifæri til að tala saman.