Vikuhátíð hjá 2. bekk

29. mar. 2022

í dag buðu krakkarnir í 2. bekk samnemendum og foreldrum á vikuhátíð í Sindrabæ. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og skemmtileg. Það var sungið, sagðir brandarar, sýndar fimleikaæfingar, keppt í krakkakviss og blandaður ógeðisdrykkur. Í lokin sungu allir og dönsuðu og áhorfendur tóku fullan þátt í því.