Göngum í skólann, uppskeruhátíð
Í dag var haldinn einskonar uppskeruhátíð í íþróttahúsinu vegna "Göngum í skólann" verkefnisins. Hátíðin hófst á þvi að sunginn var afmælissöngur fyrir Önnu Björgu því næst var verðlaunaafhending. Að þessu sinni voru tveir bekkir jafnir en það voru 4. bekkur (2016) og 8. bekkur (2012). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem 2012 árgangurinn vinnur þessa keppni.
Hátíðinni lauk með "Just dance" en það er alltaf mikið fjörð þegar allir bekkir grunnskólans hittast og dansa.