Ávaxtabiti í boði fyrir alla
5. jan. 2018
Frá og með 1. janúar verður ávaxtabiti í boði fyrir alla nemendur og starfsmenn Grunnskóla Hornafjarðar án endurgjalds. Það er ánægjulegt ekki síst í skammdeginu þegar svo marga vantar vítamín í kroppinn fyrir utan hvað ávextir eru einstaklega góðir.