Líf og fjör í desember

13. des. 2017

Hurðaskreytingakeppni er haldin á eldra stigi á hverju ári. Nemendur sem og starfsfólk leggur mikið á sig til að eiga þátt í bestu hurðaskreytingu skólans. Þetta er skemmtileg hefð sem lífgar upp á skólann sem og skólastarfið. Nemendafélagið veitir síðan verðlaun fyrir í það minnsta flottustu hurðina.