Fullveldisdagurinn
Í grunnskólanum er hefð fyrir því að halda upp á fullveldisdaginn með því að hafa sparifatadag. Í ár mættu þær Sunna og Guðrún Ása salla fínar í upphlut. Það var því tilvalið að smella af þeim mynd og máta þær í annan tíma.
Á fullveldisdaginn er því fagnað að 1. desember 1918 tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki.