Harðir krakkar með hausinn í lagi !!

9. maí 2017

Í dag komu konur úr  Slysavarnadeildinni Framtíðinni og færðu nemendum 5. bekkjar hjólahjálma að gjöf.  Slysavarnakonur hafa fært 11 ára börnum á Hornafirði hjálm undanfarin 7 ár og eiga þakkir skilið fyrir framtakið.   Við minnum á að samkvæmt lögum eiga börn 14 ára og yngri að nota hjálm þegar þau hjóla og auðvita ættu hinir eldri að gera slíkt hið sama.