Árshátíð 2018

29. okt. 2018

Þá er lokið árshátíð grunnskólans 2018 sem var ein af fjölmennustu samkomum  sem haldin hefur verið í íþróttahúsinu en gefnir voru út 520 miðar sem allir seldust upp og dugði ekki til.  Í þetta sinn var búið til leikrit í kringum Abbalögin.  Hafdís Hauksdóttir með dyggri aðstoð nemenda úr 10. bekk samdi leikgerðina auk þess sem Hafdís sá um að æfa verkið  og spila undir á með kennarabandinu en Kristrín Gests sá um leikstjórn þegar í íþróttahúsið var komið. . Kennarar og nemendur sáu um allan undirleik en honum stjórnaði og æfði  Jóhann Morávek. Allir nemendur skólans komu að sýningunni með einum eða öðrum hætti.  Sýningin var hin glæsilegasta og óhætt að segja að hæfileikar margra hafi blómstrað í þessu verkefni. Gestum var boðið upp á veitingar sem nemendur í heimilisfræðismiðju útbjuggu undir öruggri stjórn Jónínu en skreytingar og öll umgjörð er unnin af nemendum í umsjón Önnu Bjargar, Evu Óskar, Fjólu og fleirum sem starfa í Vöruhúsinu.

https://www.youtube.com/watch?v=LlqtN3f9AoI

https://www.youtube.com/watch?v=RKmBDUw_ouE

https://www.youtube.com/watch?v=ZNPotw323S8