4. S með sýningu í Nýheimum
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 4.S í grunnskólanum verið að vinna verkefni um íslenska þjóðhætti í samfélagsfræði. Börnin eru búin að fræðast mikið um gömlu mánuðina og lífið í gamla daga. Við fengum heimsókn frá Menningarmiðstöðinni þegar hún Eyrún Helga kom og sýndi okkur gamla muni, við höfum einnig nýtt okkur Gömlubúð til kennslu og unnið ýmis verkefni þar. Börnin hafa einnig horft á þættina um bræðurna Nonna og Manna og þannig náð enn betur að sjá hvernig lífið var á Íslandi á þessum tíma. Nú hefur verið sett upp sýning á verkefnum barnanna á bókasafninu í Nýheimum og hvetjum við alla til þess að fara og skoða verk barnanna. Sýningin mun hanga uppi fram yfir páska.