Körfuboltakeppni hugmyndaráðs

21. nóv. 2025

Í vikunni kepptu lið kennara við lið 6. bekkjar í körfubolta. Leikurinn var ansi spennandi en að lokum urðu úrstlitin 15-8 fyrir kennurum. Nemendur 1.-5. bekkjar mynduðu öflugt stuðningslið og tókst að halda uppi mikilli stemmingu á áhorfendapöllunum. Þessi keppni er haldin á vegum hugmyndaráðs.