Skólamáltíðir

Fyrirsagnalisti

Skráning í mat

Verð á skólamáltíð er 360 krónur. Verð fyrir mánuðinn er 7560 kr. miðað við 21 máltíð.                 Auk þess fá allir nemendur frían ávaxtabita á hverjum morgni. Nemendur eru sjálfkrafa skráðir í skólamáltíð í skólanum. Vilji nemendur ekki vera í mat þá þurfa foreldrar þeirra að skrá þá úr skólamáltíðinni. 

 

  • Allar breytingar á mataráskrift fara fram í gegnum ritara skólans, Elsu eða Elvu sem sjá um að koma upplýsingum til verktaka og innheimtuaðila skrifstofagrunnsk@hornafjordur.is.
  • Greiðsluseðlar eru sendir út fyrirfram þannig að foreldrar verða að láta vita fyrir 20. hvers mánaðar ef börnin þeirra eiga ekki að vera með á næsta tímabili.
  • Foreldrar sem hafa skráð börnin sín úr mat verða að láta vita með a.m.k. þriggja daga fyrirvara ef nemandi ætlar að byrja aftur í mat. 
  • Hægt er með þriggja daga fyrirvara að skrá sig úr mat tímabundið í 10 skóladaga eða lengur.  Sú upphæð dregst þá frá næsta tímabili.
  • Verði nemandi veikur í 10 skóladaga samfellt eða lengur dragast þeir dagar af næsta tímabili hafi foreldrar farið fram á það.

 

 

 

Matseðill

Skólamáltíð leggur grunn að góðum degi

Í skólanum leggjum við áherslu á heilsusamlegt mataræði.

Lesa meira