Hrekkjavökuhurðarskreytingarkeppni

19. nóv. 2024

Í tilefni af Halloween stóð nemendaráð fyrir skemmtilegri hurðaskreytingakeppni á unglingastiginu. Þessi keppni hefur ekki verið haldin áður en það er spurning hvort nú verði ekki breyting á, það er allavega búið að útbúa farandbikar sem vinningshafar hafa í stofunni sinni fram að næstu keppni. Nemendur höfðu mjög frjálsar hendur með það hvernig þeir útfærðu verkin sín. Það var gaman að sjá sköpunargleðina og margir tóku verkefnið alvarlega.

Dómnefndin samanstóð af nokkrum kennurum og þeir lögðu mat á hurðaskreytingarnar eftir sköpunargleði, frumleika og heildarútliti.

Það var 7.bekkur sem vann í ár og þau fá að hafa farandbikarinn í sinni stofu fram að næstu keppni. Farandbikarinn er ekki af verra taginu, þetta er beinagrind með sérhönnuðu gullhálsmeni sem á er ritað ,,Hrekkjavökumeistarar”.

Nemendaráð Heppuskóla