Íþróttadagur
Í dag var haldinn hinn árlegi íþróttadagur skólans. Nemendum var skipt i hópa en að þessu sinni voru hóparnir skiptir í eldri og yngri. Íþróttadagurinn byggist á einskonar ratleik þar sem börnin fengu vísbendingu til að vinna eftir til að komast á næstu stöð. Þetta er líka keppni þar sem hóparnir vinna sér inn stig um leið og þeir leysa þrautirnar sem voru af ýmsum toga t.d. hitta í körfu, hanga, skora mark, kubb, snú snú og margt fleira. Veðrið lék við okkur sem var kærkomið eftir rigningu undanfarna daga.