Lego keppnin

26. nóv. 2024

Helgina 15 – 17. nóvember tóku nemendur sjöunda bekkjar þátt í Legó keppninni sem fór fram í Háskólabíó. 23 nemendur tóku þátt, þeim var  skipt í tvö lið og hétu þau Humrarnir og Hrúðurkarlarnir. Þemað í keppninni var undirdjúpin “Submerged” og þurftu nemendur að rannsaka og leysa vandarmál tengt þemanu og helst hafa það tengt nærliggjandi sveitum.  

Keppt var í nokkrum flokkum eins og að forrita þjark sem keppti svo í vélmennakappleik, besta liðsheildin, bestu hönnunina á þjarknum, jafningjaverðlaun og svo fyrir besta nýsköpunarverkefnið. Liðin þurftu einnig að halda utan um bás þar sem þau kynntu verkefnið.  

Humarnir náðu þeim árangri að vinna flokkinn besta nýsköpunarverkefnið. Rannsóknarverkefnið þeirra hét “Hvar er humarinn? “ og fjallaði  um að búa til vélmenni í krabba sem myndi laða að sér humra og telja þá í leiðinni.  

Bæði liðin stóðu sig gífurlega vel og voru skólanum og samfélaginu til sóma.