Tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
í dag bauð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands nemendum á yngra og miðstigi á tónleika í Hafnarkirkju. Á tónleikunum var flutt tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson en það er samið við ævintýrið um Stúlkuna í turninum eftir Jónas Hallgrímsson. Þetta var afar skemmtileg stund og gaman fyrir nemendur að fá að heyra og sjá fluttning af þessu tagi. Tónleikunum lauk síðan á því að hljómsveitin lék lagið Ryksugan á fullu og allir sungu með.