Öskudagur í Heppuskóla
Öskudagur í Heppuskóla var með hefðbundnu sniði en á þessum degi er haldnir fáránleikar í íþróttahúsinu. Þá taka kennarar og nemendur þátt í allskonar þrautum sem nemendaráð stjórnar. Hver bekkur og kennarahópurinn sendir svo fulltrúa í hverja þraut. Þetta er alltaf mikið fjör og þrautirnar fjölbreyttar.