Litla upplestrarkeppnin
Á dögunum tóku nemendur í 4.S þátt í litlu upplestrarkeppninni sem er „keppni“ í upplestri sem byggir á sömu hugmyndafræði og stóra upplestrarkeppnin sem er að bæta sig í upplestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Í litlu upplestrarkeppninni er enginn einn sigurvegari heldur snýst keppnin um að keppast um að verða betri lesari í dag en í gær. Börnin í 4.S buðu foreldrum sínum og nemendum 3. bekkjar að koma og horfa á upplesturinn. Herdís Waage hjá skólaskriftofunni sá um að kynna keppnina og Stígur Aðalsteinsson í 8.B var gestalesari en hann vann stóru upplestrarkeppnina þegar hann var í 7.bekk.