Velkomin á Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar, ,,Konung Ljónanna", 2021!

18. okt. 2021

Það er með sól í hjarta og sinni sem nemendur Grunnskóla Hornafjarðar bjóða ykkur velkomin á árshátíð 2021 - ,,Konung Ljónanna”!
Árshátíðin er haldin í íþróttahúsinu, miðvikudaginn 20.10.2021, klukkan 17:00! Þar koma fram auk þátttakenda í 7. - 10. bekk, 1. bekkur, 3. bekkur og 5. bekkur, auk þess sem 2. og 4. bekkur hafa unnið hljóðvinnslu fyrir sýninguna.
Inngöngumiði er á 500 kr, fjölskylduverð 1500 kr.
Gestir eru beðnir að hafa almennar sóttvarnir í huga, mælt er með grímunotkun meðan mætt er, en ekki þarf að hafa grímur í sætum meðan horft er.
Þrátt fyrir rok og rigningu í veðráttunni úti skín sólin skært á hæfileikafólkið í Grunnskóla Hornafjarðar, sem æfa á hverjum degi fram að árshátíð.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll. Góða skemmtun!


Hér má sjá auglýsingar á heimasíðu skólans, auk facebooksíðu skólans

  Grunnskóli Hornafjarðar - Home | Facebook

Hér má sjá Árshátíðar-stiklu frá æfingum og viðtöl, sem nemendur unnu og útfærðu (má einnig finna í fréttum hér á heimasíðu):
https://gs.hornafjordur.is/skolinn/frettir-og-tilkynningar/arshatidarundirbuningur
Einnig er hér Ársthátíðarstikla með fleiri viðtölum og kynningum, sem fjölmiðlahópur vann og útfærði(má einnig finna í fréttum hér á heimasíðu):

Sneak peek myndband