• 241119775_2930597263823192_8156584836874747885_n-afrit

LoVE

2. sep. 2021

Við í myndmennt og textíl gripum tækifærið og fórum út að læra í góða veðrinu. Markmiðið var að mála mynd og nota náttúruna til að búa til penslana.

Þetta var skemmtilegt og það voru búnir til margskonar penslar með stráum, blómum og laufblöðum. Og svo voru málaðar fínar myndir innblásnar af náttúrunni.

Bestu kveðjur Eva og Anna.