Sýnum samstöðu og úthald á lokasprettinum
Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af samkomubanni og mikilvægt að við sýnum seiglu, samtöðu og úthald á lokasprettinum. Höldum áfram að virða fyrirmæli yfirvalda. Forðumst hópablandanir hjá nemendum, virðum tveggja metra regluna og handþvott.
4. maí verður samkomubanni aflétt af skólastarfi og þá geta nemendur farið að lifa nokkuð venjulegu lífi. Frímínútur, íþróttir, matartími og allt verður með hefðbundnu sniði eftir 4. maí. Boltar og hoppibelgur koma aftur í notkun og fleira og fleira en við ætlum að halda handþvotti áfram.
Vá hvað við hlökkum öll til.
En það eru enn 11 dagar þangað til og við ætlum að halda þá út.