Umhverfisdagur 2025
Umhverfisdagur grunnskólans var í gær, þriðjudag. Eins og venja er þá er bænum skipt niður á bekkina og nemendur og starfsfólk fara og tína rusl. Nú ætti bærinn að vera orðinn nokkuð hreinn og fínn og vonandi tekst að halda honum þannig.
Að lokinni ruslatínslu bættu krakkarnir upp í Hafnarskóla þar sem grillliðið okkar var mætt til að grilla pylsur ofan í svangt vinnufólk. Eftir að allir höfðu nærst þá var karnivalstemming í góða veðrinu, boðið var upp á andlitsmálningu, það var tónlist, dans, limbó, snúsnú og fleira sem krakkar og fullorðnir tóku þátt í. Veðrið var frábært, sól og hiti.