Töframaður í heimsókn
Í dag kom Einar Mikael töframaður í heimsókn til okkar í skólann og sýndi töfrabrögð fyrir alla nemendur skólans. Sýningin var afar vel heppnuð og höfðu allir gaman af. Þessi heimsókn er í boði foreldrafélags grunnskólans. Nokkrir nemendur fengu að aðstoða töframanninn sem vakti mikla lukku.