Undirbúningur fyrir árshátíð skólans að hefjast
Í næstu viku hefst undirbúningur fyrir árshátíð skólans hjá nemendum. Þá er gert hlé á hefðbundnum smiðjum og í tvær vikur vinna nemendur við að útbúa allskonar leikmuni, búninga og veitingar fyrir árshátíðina. Það er þó nokkuð síðan að undirbúningur hófst hjá starfsfólki skólans enda eru þetta stórar samkomur þar sem allir nemendur skólans koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Hér má sjá hljómsveitina sem er þegar byrjuð að æfa en hún er skipuð kennurum tón- og grunnskólans.