Góðan Daginn Allir!
Þeir Bjarni Snæbjörnsson og Axel Ingi Árnason stigu á fjalir Sindrabæjar og buðu nemendum Heppuskóla á sjálfsævisögulega heimildasöngleikinn, ,,Góðan daginn, faggi”.
Sýningin er einlægt samtal við áhorefndur um að þekkja sjálfan sig, finna sjálfan sig og drauminn um að tilheyra.
Sýningin einkennist af kærleika til þess að vera til í mannlegu samfélagi og býður upp á samkennd, íhugun, hlátur og grát, allt í senn.
Leikari og höfundur sýningarinnar er Bjarni Snæbjörnsson. Tónskáld og meðleikari er Axel Ingi Árnason.
Bjarni og Axel kíktu svo við í Heppuskóla, buðu upp á spjall og spurningar og hrósuðu nemendum fyrir frábærar umræður og frábært starf forvarnar- og fræðsluteymis sem nemendur hafa nú stofnað til.