Heimsókn frá slökkviliðinu og brunaæfing í skólanum
Fulltrúar frá slökkviliðinu komu í heimsókn í þriðja bekk. Þessi heimsókn er fastur liður en þá eru börnin frædd um ýmiss atriði hvað varðar brunavarnir heima fyrir. við hvetjum foreldra til að skoða þetta með börnunum sínum. Börnin taka einnig þátt í getraun á vegum Sambands slökkviliðsmanna á Íslandi. Á fimmtudaginn er brunaæfing í skólanum en þá er brunakerfið ræst, við förum í röð og göngum út, hver stofa á sinn stað á skólalóðinni þar sem við bíðum þar til slökkviliðið gefur okkur leyfi til að fara inn aftur.