Berjaferð í Klifabotna
Í gær var farin okkar árlega berjaferð og eins og undanfarin ár var farið í Klifabotna í Lóni. Þar var nóg af berjum en mest þó af krækiberjum en nokkrir fundu smá af bláberjum.það eru 1. - 4. bekkur sem fara í berjaferð. Allir höfðu með sér nesti og svo var tekin góður tími í að leika sér í læknum.