Fjársjóðsleit


7. sep. 2018

Börnin í 1. S ákváðu að nýta góða veðrið í vikunni og skelltu sér út í fjársjóðsleit með kennurum sínum. Börnin áttu að finna ýmiskonar laufblöð og blóm, strá og mosa og taka myndir, ekki slíta upp.  Aukastig voru gefin ef menn fundu pöddur og tíndu rusl. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt.