Laugar í Sælingsdal heimsóttir
Síðustu viku aprílmánaðar fór 9. bekkur í hina árlegu vikudvöl að Laugum í Sælingsdal, og eins og ævinlega var ferðin hið mesta ævintýri og upplifun. Það er UMFÍ sem heldur utan um og rekur ungmenna- og tómstundabúðir á staðnum. Mörg námskeið og viðburðir eru í boði fyrir nemendur og snúast þau að miklu leyti um samvinnu og hópefli. Markmiðið með dvölinni á Laugum er að styrkja félagsfærni unglinga, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ungmennabúðirnar starfa í anda heilsueflandi grunnskóla.