Verkfall fyrir loftslagið
3. maí 2019
Í dag boðaði Ungmennaráð Hornafjarðar til skólaverkfalls kl. 12 fyrir utan ráðhúsið. Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Góð mæting var og greinilegt að æska landsins ætlar að láta sig málin varða.