Umhverfisdagur skólans
Umhverfisdagur grunnskólans var haldinn miðvikudaginn 23. apríl. Dagurinn hófst á því að Berglind Steinþórsdóttir sem hefur yfirumsjón með grænfánaverkefni skólans, sagði frá grænfánanum og fyrir hvað hann stæði og hvað við í skólanum værum að gera til að fá að vera grænfánaskóli. Hafdís og Sigurlaug stjórnuðu síðan söng af miklum krafti og áður en haldið var af stað í ruslatínsluna drógu yngsti og elsti nemandi skólans nýjan grænfána að húni.
Eftir þessa athöfn fór hver bekkur á það svæði sem honum hafði verið úthlutað og hóf vinnuna. Umhverfisdeginum lauk síðan með því að grillaðar voru pylsur við Hafnarskóla. Veðrið var gott og stemmingin frábær.
Umhverfis dagurinn er margra ára gömul hefð hjá skólanum og hófst þegar Albert Eymundsson var skólastjóri. Hann er ofstast haldinn á góðum degi í kringum sumardaginn fyrsta. Þarna gefst tækifæri til að ræða um hvernig við göngum um nærumhverfið okkar.