Upplestrarkeppnin á Djúpavogi

15. mars í Djúpavogskirkju

17. mar. 2023

Received_142991922027655Þann 15.mars tóku krakkar í 7.LM  þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Krakkarnir í Heppuskóla voru búin að æfa raddlestur og samlestur síðan 16.nóvember. Í upphafi voru allir að taka þátt, kepptu inn í stofunni og þar var gefið okkur texta úr bókinni Draugaslóð. En þar komust aðeins 12 áfram. Eftir það æfðum við okkur svaka mikið,við fengum lista af hlutum sem dómararnir létu okkur hafa. Það var líta upp í hverri setningu og anda djúpt áður en við byrjum. Dómararnir í undakeppninni völdu 8 keppendur og þeir komust áfram í lokakeppnina sem var haldin á Djúpavogi. Þau kepptu þar á móti Djúpavogsskóla. Það voru nemendur á sama aldri. Þar voru aðeins 4 keppendur sem komust áfram. Við tókum 3 umferðir, allir lásu texta fyrst. Þegar sú umferð var búin var lesið ljóð sem okkur var gefið og svo var lesið ljóð að eigin vali. Eftir að allir voru búnir að lesa var boðið upp á veitingar. Á meðan voru dómararnir að ræða saman og finna út hverjir voru sigurvegarar. Svo komu allir fram og þá var sagt hver vann. Þá fengu allir sem voru að keppa viðurkenningu og rós. Kennararnir fengu stórar og fallegar rósir fyrir að þjálfa keppendur. Sigurvegarar voru Björg Sveinsdóttir frá Grunnskóla Hornafjarðar sem varð í 1.sæti, í öðru sæti varð Hlíf Bryndís Albertsdóttir frá Djúpavogsskóla og í þriðja sæti var Bergþóra Thea Birgisdóttir frá Djúpavogsskóla. Dómarar voru þrír, þau Berglind Elva Gunnlaugsdóttir, Karen Hjartardóttir og Kristján Ingimarsson.

Eftir Björgu Kristjánsdóttir og Eydísi Örnu Ingibjargardóttir.