Dagur stærðfræðinnar

12. feb. 2020

Dagur stærðfræðinnar var föstudaginn 7. febrúar. Krakkarnir í 5. og 6. bekk unnu verkefni tengt mynstri en það var þema dagsins í ár.  Krakkarnir lituðu og bjuggu til mynstur á form sem var svo gert að einskonar kúlu. Þetta urðu hin fegurstu listaverk þegar búið var setja allt saman.