Legóferð 7. bekkjar
Það er hefð í Grunnskóla Hornafjarðar að 7. bekkur fari í legókeppnina sem haldin er árlega í Reykjavík. Keppnin er fyrir grunnskólanemendur og eru flestir á aldrinum 12 – 16 ára. Keppnin var haldin dagana 7.-9. nóvember. Í legó keppninni er unnið við forritun, hönnun í þjarki (róbot), rannsóknarverkefni og bás sem fjallar um rannsóknarverkefnið, finna nafn á liðið og hanna logo. Það er aldrei sama þemað og í ár var borgarhönnun. Okkur í 7. bekk fannst þetta vera skemmtilegt verkefni og langar okkur að taka aftur þátt. Ekki fannst okkur þetta auðvelt en með dugnaði og þrautseigju gekk þetta upp að lokum. Þann 9. nóvember kepptum við í Háskólabíó sem tvö lið, liðin hétu Hrútarnir og The Jets og gekk liðunum vel í öllu sem keppt var í. Því miður þurftum við að fara heim degi fyrr en við ætluðum en spáð var mjög vondu veðri á sunnudeginum. Sérstakar þakkir fá Afl Starfsgreinafélag, Skinney-Þinganes, Landsbanki Íslands og Jökulsárlón ferðaþjónusta fyrir að styrkja okkur í þessa ferð.
Elín Ósk, Fanney Rut og Karen Hulda, nemendur í 7. R