Jólahurðaskreytingakeppni
Það er árleg hefð á unglingastigi að vera með keppni í jólahurðaskreytingum. Keppnin gengur út á það að hver bekkur skreytir hurðina að sinni skólastofu í anda jólanna. Það er síðan dómnefnd sem samanstendur af starfsfólki skólans sem metur hvaða jólaskreyting stendur uppúr. Jólahurðaskreytingarnar í ár voru glæsilegar, það var ekki auðvelt fyrir dómnefndina að velja sigurvegara, en það tókst að lokum og var það 9.S sem stóð uppi sem sigurvegari. Verðlaunin eru glæsileg, bekkurinn hlýtur kósýstund í verðlaun, heitt kakó með rjóma, jólabrjóstsykursstafir og piparkökur. Við óskum 9.S til hamingju með sigurinn.