• IMG_7133
  • IMG_7128
  • IMG_7130
  • IMG_7137

Farin til Kilimanjaro!

Sýndarveruleikagleraugu

14. jan. 2021


Í morgun fengu nemendur í skólanum að prófa í fyrsta sinn sýndarveruleikagleraugu sem keypt voru skólann nú í desember.

Enn er verið að vinna að uppsetningu á þeim þannig að nemendur geti ferðast um veröldina. En einnig aftur í tímann. Guðjón Örn Magnússon og Sæmundur Helgason lögðu af stað með nemendum í fyrsta prufutímann. Í þessum fyrsta tíma var farið til Afríku upp á Kilimanjaro fjall og í Sahara eyðimörkina. Skólastofa heimsótt í Jóhannesarborg og flogið í loftbelg. Nemendur tóku andköf í ferðunum og hrópuðu ,,sáu ljón og allt"

Ætlunin er að nota gleraugun í kennslu til þess að nemendur fái að upplifa í skólastofunni umhverfi sem er okkur framandi. En einnig til að dýpka skilning á fortíðinni hér heima líkt og í Gísla sögu eða að fara inn í torfbæ og vera landnemi á Íslandi.

Möguleikarnir eru óþrjótandi. Gleraugun eru keypt úr sjóði sem skólanum áskotnaðist eftir Erasmus verkefni sem skólinn tók þátt í 2014 – 2016.