Stjörnutjaldið

6. nóv. 2018

Í síðustu viku heimsótti Snævarr Guðmundsson okkur og hafði stjörnutjaldið sitt meðferðis. Stjörnutjaldið er er uppblásið kúlutjald með skjávarpa og gleiðlinsu í miðjunni og varpar myndum af himinhvolfinu á loft og veggi tjaldsins. Snævarr fræddi nemendur á skemmtilegan og áhugaverðan hátt um það sem fyrir augun bar. Stjörnutjaldið er fræðandi og spennandi og voru krakkarnir mjög ánægð með heimsóknina.