Kaffihúsakvöld hjá 10.N.

30. okt. 2018

Þann 17. okt síðastliðinn, buðu nemendur í 10.N fjölskyldum sínum og fleiri góðum gestum á kaffihúsakvöld, þar sem þau kynntu afrakstur vinnu sinnar í kring um ferð á Lónsöræfi.
Nemendur unnu saman í 4 hópum að mismunandi verkefnum tengdum náttúru og sögu Lónsöræfa. Afrakstur hvers hóps var myndband úr ferðinni og glærukynning um verkefni hvers hóps.
Nemendur buðu upp á glæsilegt kökuhlaðborð í hléi.
Allir skemmtu sér konunglega eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.