Bleikur dagur föstudaginn 15. október

14. okt. 2021

Föstudagurinn 15. október er bleikur dagur ársins. Við fögnum deginum og sýnum konum sem greinst hafa með krabbamein samstöðu og stuðning í verki.

Eins og má sjá lýsir bærinn bleikum ljósu, þar á meðal Heppuskóli auk þess sem bleikt prýðir skólann. Í tilefni dagsins mætum við öll í bleiku að eigin vali.