Söngleikurinn Annie
Nemendur í leiklistarvali úr 9. og 10. bekk sýndu söngleikinn Annie í Sindrabæ í síðustu viku.Dagmar Lilja fór með hlutverk Annie og Harpa Lind lék hina illræmdu frú Hanagen. Júlíus Aron lék herra Warbucks og Birna Rós var í hlutverki Grace aðstoðarkonu hans. Axel Elí og Arnrún Mist léku hysknu skötuhjúin Rooster og Lily Foss auk þess sem Axel Elí tók að sér fleiri hlutverk. Önnur hlutverk og söngur voru í höndum Steinunnar Erlu, Írisar Mistar, Salvarar Döllu og Karenar Ásu. Nemendum Hafnarskóla og aðstandendum var boðið á sýninguna svo óhætt er að segja að krakkarnir hafi sýnt fyrir fullu húsi. Frábær sýning og mikið af hæfileikaríku fólki sem skólinn hefur á að skipa.