Skólanum færðar góðar gjafir

11. des. 2018

Grunnskólanum voru færðar góðar gjafir nú í vikunni en þá komu afkomendur Þorvarðar Gústafssonar og gáfu skólanum safn  hans af uppstoppuðum fuglum og dýrum.  í safninu má meðal annars finna demantsfasana, grákráku og skrækskaði auk þess sem þarna er dýr af kattartegund.