Sýning á Svavarssafni
Í liðinni viku fóru nokkrir bekkir í heimsókn á Svavarsafnið að skoða sýninguna "Tilraun, æðarækt, sjálfbært samlífi. Þar tók á móti okkur tveir af listamönnunum sem að sýningunni standa en annar þeirra er einmitt Snæbjörn Brynjarsson safnvörður. Yfir 20 listamenn og hönniðir standa að sýningunni en umfjöllunarefnið er æðarfuglinn, æðarrækt og æðardúnn. Þar að auki eru sýnd málverk eftir Höskuld Björnsson, helsta fuglamálara Íslands, sem fæddist á Dilksnesi í byrjun síðustu aldar og allir Hornfirðingar ættu að kannast við.