Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

1. mar. 2018

Í dag fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Fjórtán keppendur komust áfram úr bekkjarkeppninni og kepptu þau í dag um níu laus sæti í lokakeppninni sem fram fer á Þórbergssetri þann 12. mars. Kynnir í dag var nemandi úr sjötta bekk Vignir Valur Ólafsson.

Eftirfarandi keppendur munu keppa í lokakeppninni á Þórbergssetri þann 12. mars: Amylee da Silva, Anna Lára Grétarsdóttir, Arnar Hrafn Óskarsson, Aron Freyr Borgarsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Laufey Ósk Hafsteinsdóttir, Siggerður Egla Hjaltadóttir, Stígur Aðalsteinsson og Víkingur Þorri R. Bjarnason. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni. Dómarar voru Zophonías Torfason, Hrafnhildur Magnúsdóttir og Herdís Waage Ingólfsdóttir og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.