Kransagerð

24. nóv. 2021

Nú er verið í kransagerð í jólasmiðju, en það er valsmiðja í 9. og 10. bekk. Allir nemendur læra að hnýta kransa og skreyta. Þetta er verkefni sem hefur verið unnið í nokkur ár í jólasmiðju og alltaf vakið lukku.

Nokkrir hafa lokið við sinn krans en aðrir klára á föstudag og þá er hægt að njóta þess að horfa á kransinn sinn á aðventunni.