Efni í smíðastofuna
Hér má sjá krakkana í 6. bekk bera furuhillur sem gefnar voru í skólann en Fjóla smíðakennari mun nota efnið úr þeim í smíðakennslunni. Smiðjukennarar í Vöruhúsinu eru alltaf tilbúnir að taka við efni sem nýtist í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar eru unninn. Ef fólk vill gefa efni þá er gott að koma með það í Vöruhúsið eða hafa samband við Fjólu, Önnu Björgu eða Evu.